Íþrótti og útileikir og sund

Við erum í íþróttum þrisvar í viku. Við byrjum á því að hlaupa nokkra hringi í leikfimissalnum það er misjafnt hvað þeir eru margir. Svo setjumst við niður og íþróttakennarinn hann Eyjólfur segir okkur hvað við eigum að gera. Það sem við höfum gert í íþróttum er skotbolti, fótbolti, stundum eru leiktímar og þá ræður maður hvað maður gerir, stinger og margt fleira. En mér finnst að það mætti prófa eitthvað nýtt eins og það er allt af fótbolti það er aldrei spilað handbolta eða körfubolta mér finnst að það mætti prófa nýa íþrótt eins og Seljaskóli spilar fótbolta, körfubolta og handbolta. En það er samt einn kostur að við spilum svona mikið fótbolta ég er orðinn miklu betri og einu sinni fórum við á fótboltamót í 7 bekk á móti nokkrum skólum og ég skoraði 3 mörk það var mjög gaman. 

   7 bekkur stelpur

 

Útileikirnir eru svipaðir og íþróttirnar þeir eru bara úti. Við erum líka 3 sinnum í viku í útileikjum og byrjum alltaf á því að hlaupa 2 hringi í kringum túnið. Við förum líka í marga leiki eins og kíló, fótbolta, singer, stundum eru leiktímar, brennó og margt fleira.

 

Ég er ekki í sundi út af flogaveiki þannig því miður get ég ekki skrifað um sund.


Tyrkjaránið

Eftir að við lásum bókiina um Tyrkjaránið og kláruðum öll verkefnin þá settum við upp leikrit um Tyrkjaráni. Mér fannst það mjög gamann því ég hef svo gamann af leiklist. Ég lék Önnu Jaspasdóttur sem var mjög gaman og ég fattaði aðeins meira um hvað sagan var. Mér fannst samt eitt smá vandræðalegt og fyndið við hlutverkið mitt. Ég þurfti að vera í frekar fyndnum búning þegar ég varð drottning í endann og ég og Dagný fórum í hláturskast á einni æfingunni því ég átti að vera með slæðu fyrir andlitinu en svo var hún tekin af og það var aðeins betra. Við sýndum tvisvar einu sinni fyrir foreldra og í annað skipti fyrir krakka í skólanum. Hér eru tvær myndir úr leikritinu.

 IMG_8927 IMG_8927 | Leikrit - Vestm.eyjar | 7. bekkur | 2015-2016 | Myndasafn

 

 

 


Health

Í Ensku var ég , Dagný og Marta að gera plaggat um heilsu. Ég teyknaði mest út af því að ég kom inn í í miðju verkepninu út af því að ég var búinn að vera veik. En mér fannst þetta samt mjög skemmtilegt og fræðandi.


Tyrkjaránið

Í íslensku vorum við krakkarnir í 7 bekk að fræðast um Tyrkjaránið. Við fengum bækling og í honum var fullt af verkefnum sem við áttum að gera. Ég var svolítið lengi að koma mér af stað og var frekar eftir á því mér fannst þetta frekar erfitt. Mér fannst þetta ágætr en ekkert brjálæðislega skemmtilegt því mér fannst þetta mjög erfitt og þurfti mikla hjálp. Hér eru tvö verkefni semég gerði úr Tyrkjaráninu.   


Bloggfærslur 31. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband